Sóknarprestur í Búðasókn er
Brynhildur Óla Elínardóttir
Brynhildur var vígð sem prestur evangelísk-lútersku kirkjunnar á Íslandi árið 1996, en útskrifaðist sem Cand.theol. frá guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands 1995.
Hún starfaði á Bakkafirði á Norðurlandi eystra í aldarfjórðung og hefur nýlega flutt búferlum til að þjóna samfélaginu á Snæfellsnesi.
Samhliða þjónustu sinni hefur Brynhildur verið sauðfjárbóndi og nýtur sín best í góðra manna félagsskap, úti í náttúrunni og innan um dýr.
Brynhildur er alltaf opin fyrir nýrri reynslu og hefur áður starfað sem lögreglukona, málari, sjómaður og þjóðgarðsvörður á hálendi Austurlands.
Um athafnir í Búðakirkju
Lang algengustu athafnir sem fara fram í Búðakirkju eru brúðkaup.
Brynhildur sinnir slíkum athöfnum en einnig er sjálfsagt að koma með eigin prest ef þess er óskað.
Þó eru reglur settar af Þjóðkirkjunni sem verður að virða varðandi athafnir.
- Aðeins meiga fara fram trúarlegar athafnir tengdar kristni í krikjum.
- Athafnir sem hafa lagalegt gildi meiga aðeins vera framkvæmdar af kristnum prestum í kirkjum.