Búðakirkja hefur engan auglýstan opnunartíma og er ekki opin almenningi öllu jafna yfir daginn. Hinsvegar er kirkjan oft notuð til athafna og heimsókna af ýmsu tagi.
Hægt er að fá afnot af Búðakirkju fyrir athafnir, viðburði og heimsóknir.
Hér geturðu skoðað algengustu viðburðina hjá okkur í Búðakirkju.
Brúðkaup
Brúðkaup eru vinsælustu viðburðirnir okkar. Hvort sem þú vilt giftast löglega, endurnýja heit eða bara tjá sálufélaga þínum eilífa ást þína. Þá er það hægt, hvort heldur sem er bara þið eða með fjölskyldu og gestum.
Ljósmyndun
Búðakirkja er ein mest ljósmyndaða bygging á Íslandi. Fólk kemur langar leiðir til að fanga þessa einstöku byggingu í stórbrotnu umhverfi sínu á mynd. Aðrir koma til að mynda auglýsingar, brúðkaupsmyndatökur, tísku eða aðra efnisgerð á samfélagsmiðla. Allir eru velkomnir að koma að Búðum og taka myndir, en ef þig langar að koma inn og fanga fegurðina að innan- hafðu þá samband og við getum hjálpað þér.
Tónlist
Búðiakirkja er tilvalin fyrir litla tónleika og tónlistarviðburði. Hljómburðurinn er góður og það getur verið mikil nálægð milli tónlistarmannanna og gestanna vegna smæðar kirkjunnar. Heimamenn eru alltaf til í að upplifa eitthvað nýtt, þannig að ef þig langar að koma og spila, þá gætum við jafnvel verið áhorfendur þínir.
Skírn
Búðiakirkja er einnig vinsæl fyrir skírnarathafnir. Náin athöfn með
fjölskyldu og vinum til að bjóða nýjan einstakling velkominn í heiminn.- Frábær byrjun.
Heimsókn
Búðiakirkja á sér djúpa og ríka sögu bundna við fólkið sem bjó hér og náttúruna allt í kring. Við elskum að bjóða allar gerðir hópa velkomna í kirkjuna, segja þeim söguna og svara spurningum um lífið og tilveruna á Snæfellsnesi - komdu og uppgötvaðu leyndardóma Búðakirkju.